City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
   mán 21. júlí 2025 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jakob Gunnar til Lyngby á láni (Staðfest) - Íslenskur þjálfari
Mættur til Lyngby.
Mættur til Lyngby.
Mynd: Lyngby
Húsvíkingurinn Jakob Gunnar Sigurðsson er genginn í raðir danska félagsins Lyngby á láni frá KR. Hann er farinn til Danmerkur og verður þar í vetur, lánssamningurinn gildir út júní á næsta ári.

Fyrri hluta Íslandsmótsins var hann á láni hjá Þrótti Reykjavík í Lengjudeildinni. Hann er 18 ára og skorai sjö mörk í 15 keppnisleikum með Þrótti, og þeir voru alls ekki allir sem byrjunarliðsmaður.

„Við óskum Jakobi góðs gengis og hlökkum til að fá hann aftur til baka að ári liðnu!" segir í tilkynningu KR.

Hjá Lyngby kemur Jakob inn í öflugt U19 ára lið sem Íslendingurinn Michael John Kingdon þjálfar. Michalel var áður leikgreinandi hjá Fylki en var ráðinn til Lyngby síðasta vetur.

Tenginin hjá Lyngby við Ísland er sterk, hefur haldist nokkuð mikil eftir að Freyr Alexandersson var við stjórnvölinn og með allt að fjóra Íslendinga í hópnum sínum.

Vigfus Arnar Jósefsson, fyrrum þjálfari Leiknis og aðstoðarþjálfari KR, er í dag njósnari hjá Lyngby. Ísak Snær Þorvaldsson er þá í leikmannahópi aðalliðsins, á láni frá Rosenborg. Ísak skoraði í gær sitt fyrsta mark fyrir Lyngby í sigri á Esbjerg í dönsku 1. deildinni.
Athugasemdir
banner
banner