Það er búist við steikjandi hita þegar Víkinga mæta Vilaznia frá Albaníu í forkeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudag.
Það er gríðarlegur hiti í Albaníu um þessar mundir en á fimmtudaginn, þegar leikurinn fer fram, er búist við allt að 36 stiga hita.
Það er gríðarlegur hiti í Albaníu um þessar mundir en á fimmtudaginn, þegar leikurinn fer fram, er búist við allt að 36 stiga hita.
Daginn eftir, á föstudaginn, mun hitinn ná 40 gráðum í Albaníu.
Það má gera ráð fyrir því að það verði vatnspásur á meðan leikurinn fer fram.
Þetta er fyrri leikur liðanna og mikilvægt fyrir Víkinga að ná í góð úrslit á útivelli fyrir seinni leikinn heima.
Athugasemdir