Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 23. september 2018 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tyrkland: Fyrsti leikur Kára og fyrsti sigurinn hjá liði Elmars
Kári Árnason. Með honum á myndinni eru Hólmar Örn Eyjólfsson og Theódór Elmar Bjarnason.
Kári Árnason. Með honum á myndinni eru Hólmar Örn Eyjólfsson og Theódór Elmar Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Theódór Elmar Bjarnason var í leikbanni og gat ekki spilað með Elazigspor gegn Kardemir Karabukspor í tyrknesku B-deildinni í gær en án hans tókst liðinu að vinna sinn fyrsta leik í deildinni.

Elazigspor kom saman í fjarveru Elmars og vann frábæran 4-0 sigur gegn botnliði deildarinnar.

Elazigspor er komið upp úr fallsæti eftir þennan sigur, er með fjögur stig eftir 16 leiki.

Kári Árnason spilaði sinn fyrsta leik með Genclerbirligi í tyrknesku B-deildinni í gær þegar liðið hafði betur gegn Umraniyespor, 0-2. Kári byrjaði en var tekinn af velli eftir 63 mínútur.

Kári og félagar eru með fullt hús stiga eftir sex leiki og eru á toppi deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner