Norska markavélin Erling Braut Haaland verður frá í nokkrar vikur vegna meiðsla.
Hann er tiltölulega nýbúinn að snúa til baka eftir vöðvameiðsli. Hann skoraði tvö í 3-1 sigri gegn Mainz um síðustu helgi, en núna er hann meiddur aftur.
Marco Rose, þjálfari Borussia Dortmund, segir að Haaland sé að glíma við meiðsli á mjöðm núna.
Þetta er ekki bara áfall fyrir Dortmund. Einnig er þetta áfall fyrir norska landsliðið. Haaland - sem er þeirra besti maður - missti af leikjum gegn Tyrklandi, Svartfjallalandi og Lettlandi í þessum mánuði vegna meiðsla.
Hann mun missa af komandi landsleikjum gegn Hollandi og Lettlandi í undankeppni HM. Það að hann sé frá getur skorið úr um það hvort Noregur fari í umspil eða ekki. Hann er jú, einn af betri sóknarmönnum í heimi.
Fyrir síðustu leikina í riðlinum er Noregur í öðru sæti með tveimur stigum meira en Tyrkland. Liðið þarf helst á góðum úrslitum að halda gegn Hollandi.
Athugasemdir