Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   fös 24. janúar 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland um helgina - Leipzig reynir að stinga af
Stórleikur á morgun
Toppbaráttan í þýsku deildinni er æsispennandi um þessar mundir og fer heil umferð fram um helgina.

Veislan byrjar strax í kvöld þegar Erling Braut Haaland og félagar í Borussia Dortmund taka á móti fallbaráttuliði Kölnar.

Haaland spilaði sinn fyrsta leik fyrir Dortmund í síðustu umferð. Hann kom inn af bekknum í seinni hálfleik og bjargaði sínum mönnum með að skora þrennu. Leikurinn í kvöld gæti þó reynst erfiður þar sem Köln er búið að vinna fjóra leiki í röð.

Á morgun á topplið RB Leipzig útileik við Eintracht Frankfurt. Leipzig er með fjögurra stiga forystu á toppnum og getur reynt að nýta þessa helgi til að auka bilið á milli sín og næstu liða.

Ólíklegt er að Alfreð Finnbogason verði með Augsburg gegn Union Berlin en Samúel Kári Friðjónsson gæti komið við sögu er botnlið Paderborn heimsækir Freiburg.

Borussia Mönchengladbach og Wolfsburg eiga svo heimaleiki áður en síðasti leikur laugardagsins og jafnframt stærsti leikur helgarinnar fer af stað.

Þar eigast FC Bayern og Schalke við í mikilvægum leik fyrir bæði lið, þar sem þrjú stig skilja liðin að í toppbaráttunni.

Á sunnudaginn eru tveir síðustu leikir helgarinnar. Werder Bremen og Bayer Leverkusen eiga heimaleiki gegn Hoffenheim og Fortuna Düsseldorf.

Föstudagur:
19:30 Dortmund - Köln

Laugardagur:
14:30 Frankfurt - Leipzig
14:30 M'Gladbach - Mainz
14:30 Freiburg - Paderborn
14:30 Union Berlin - Augsburg
14:30 Wolfsburg - Hertha Berlin
17:30 FC Bayern - Schalke

Sunnudagur:
14:30 Werder Bremen - Hoffenheim
17:00 Leverkusen - Dusseldorf
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 3 3 0 0 13 2 +11 9
2 Dortmund 3 2 1 0 8 3 +5 7
3 Köln 3 2 1 0 8 4 +4 7
4 Eintracht Frankfurt 3 2 0 1 8 5 +3 6
5 Hoffenheim 3 2 0 1 7 6 +1 6
6 RB Leipzig 3 2 0 1 3 6 -3 6
7 Wolfsburg 3 1 2 0 7 5 +2 5
8 St. Pauli 2 1 1 0 5 3 +2 4
9 Leverkusen 3 1 1 1 7 6 +1 4
10 Augsburg 2 1 0 1 5 4 +1 3
11 Stuttgart 3 1 0 2 3 5 -2 3
12 Freiburg 3 1 0 2 5 8 -3 3
13 Union Berlin 3 1 0 2 4 8 -4 3
14 Gladbach 2 0 1 1 0 1 -1 1
15 Mainz 3 0 1 2 1 3 -2 1
16 Werder 2 0 1 1 4 7 -3 1
17 Hamburger 3 0 1 2 0 6 -6 1
18 Heidenheim 3 0 0 3 1 7 -6 0
Athugasemdir
banner