Úrslitaleikur Afríkukeppninnar heldur áfram eftir að Senegalar snéru aftur á völlinn eftir rúmlega tíu mínútna mótmæli eftir afar umdeildan vítaspyrnudóm.
Staðan er markalaus en Marokkó á vítaspyrnu sem verður líklegast síðasta spyrna leiksins.
Sadio Mané, fyrrum leikmaður Liverpool, stóð eftir á vellinum og hvatti liðsfélaga sína til að snúa aftur til vallar og klára úrslitaleikinn.
Senegalar eru brjálaðir útaf vítaspyrnudóminum sem er hægt að sjá hér fyrir neðan. Leikmenn liðsins og þjálfari ræddu málin í búningsklefanum og spjölluðu við yfirmenn senegalska fótboltasambandsins áður en þeir gengu aftur á völlinn.
Sjáðu atvikið
18.01.2026 21:07
Senegal gekk af velli í úrslitaleiknum
Senegal players leaving the field after a controversial penalty called for Morocco
byu/977x insoccer
Athugasemdir





