Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
   sun 18. janúar 2026 21:07
Ívan Guðjón Baldursson
Senegal gekk af velli í úrslitaleiknum
Mynd: EPA
Úrslitaleikur Afríkukeppninnar er í gangi þessa stundina en Senegalar voru að ganga af velli eftir afar umdeildan vítaspyrnudóm.

Staðan var markalaus þar til seint í uppbótartíma þegar Brahim Díaz lét sig falla með tilþrifum til jarðar í hornspyrnu heimamanna, þrátt fyrir afar litla snertingu.

Ekkert var dæmt upprunalega en VAR-teymið sendi Jean-Jacques Ndala dómara í skjáinn og dæmdi hann vítaspyrnu.

Senegalar brjáluðust við þessa ákvörðun og eftir löng mótmæli gengu þeir af velli. Sadio Mané er þessa stundina eini leikmaður Senegal sem er ennþá inni á vellinum.

Ef Senegalar snúa ekki aftur til vallar geta þeir búist við minnst tveggja ára banni frá fótboltaheiminum.
Athugasemdir
banner