fös 24. janúar 2020 21:06
Ívan Guðjón Baldursson
West Brom heldur Diangana út tímabilið (Staðfest)
Diangana, 21 árs, getur leikið á báðum köntum og miðri miðjunni.
Diangana, 21 árs, getur leikið á báðum köntum og miðri miðjunni.
Mynd: Getty Images
Afar mikilvægar fregnir voru að berast úr herbúðum West Bromwcih Albion, toppliðs Championship deildarinnar.

Miðjumaðurinn Grady Diangana mun leika áfram fyrir liðið út tímabilið. Diangana, sem kom við sögu í 17 úrvalsdeildarleikjum með West Ham í fyrra, gekk upprunalega í raðir West Brom á hálfs árs lánssamningi síðasta sumar og var algjör lykilmaður á fyrri hluta tímabils.

Diangana er svo mikilvægur fyrir félagið að um leið og hann meiddist um miðjan desember hrundi gengi West Brom. Liðið er búið að gera fjögur jafntefli og tapa tveimur af síðustu sex deildarleikjum sínum án Diangana í byrjunarliðinu.

Nú er miðjumaðurinn kominn úr meiðslum en hann fékk aðeins að spila þrjár mínútur í síðasta leik, 0-1 tapi á heimavelli gegn Stoke.

Talið er að West Brom greiði 1,5 milljón punda fyrir lánið, auk þess að borga launin.
Athugasemdir
banner
banner
banner