Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 24. janúar 2023 12:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Besti leikmaður ÍR til Þróttar (Staðfest)
Lengjudeildin
Jörgen í leik gegn Magna í fyrra.
Jörgen í leik gegn Magna í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þróttarar hafa fengið öflugan liðsstyrk fyrir komandi átök í Lengjudeildinni því miðjumaðurinn Jörgen Pettersen er genginn í raðir félagsins.

Norðmaðurinn Jörgen lék í tvö tímabil hjá ÍR og var á lokahófi liðsins kosinn besti leikmaðurin af leikmönnum og þjálfurum.

Miðjumaðurinn knái spilaði nær allar mínútur sumarsins 2022 og missti aðeins af einum leik vegna leikbanns. Samtals spilaði Jörgen 21 leik í deild og 4 í bikar. Hann skoraði 7 mörk og var lykilmaður í leik liðsins allt tímabilið sem endaði í 6. sæti 2. deildar.

Hann er 25 ára gamall og er þriðji leikmaðurinn sem Þróttur fær í sínar raðir eftir að félagið tryggði sér sæti í Lengjudeildinni síðasta haust.

Komnir
Ágúst Karel Magnússon frá Ægi
Jörgen Pettersen frá ÍR
Njörður Þórhallsson frá KV

Farnir
Alex Baker
Miroslav Pushkarov til Slóvakíu
Aron Fannar Hreinsson í ÍR (var á láni frá Fjölni)
Aron Snær Ingason í Fram (var á láni)

Athugasemdir
banner
banner
banner