Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 24. janúar 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Xavi biðst afsökunar á ummælum sínum um Dani Alves - „Mér líður illa yfir þessu"
Xavi og Dani Alves
Xavi og Dani Alves
Mynd: EPA
Spænski þjálfarinn Xavi hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla um brasilíska hægri bakvörðinn Dani Alves á fréttamannafundi í gær.

Alves er ásakaður um að hafa nauðgað konu á skemmtistað í Barcelona en hann situr í fangelsi og bíður eftir niðurstöðu úr rannsókn málsins.

Xavi, sem bæði spilaði með og þjálfaði Alves, sagði fyrir leikinn gegn Getafe að hann væri í áfalli. Þá sagðist hann finna til með Alves og sýndi gerandum stuðning í málinu. Fékk hann mikla gagnrýni fyrir og þurfti því að útskýra mál sitt.

„Ég vil koma nokrum hlutum á hreint vegna þess sem ég sagði í gær. Ég held að það sem ég sagði hafi verið misskilið og var ég ekki nógu skýr í orðavali,“ sagði Xavi.

„Þetta er beitt og mikilvægt umræðuefni. Ég hugsaði ekki út í fórnarlömbin og fordæmi ég allt slíkt ofbeldi. Það skiptir ekki máli hvort það sé Dani Alves eða einhver annar sem framkvæmir verknaðinn. Þetta var óheppilegt hjá mér og vil ég biðja fórnarlambið og alla þá hafa orðið fyrir kyndbundu ofbeldi eða verið nauðgað, afsökunar,“ sagði Xavi.

„Eftir að hafa sagt þetta þá þykir mér leitt að Dani hafi verið fær um að gera þetta. Ég er í áfalli. Fórnarlambið fær allan minn stuðning og í gær fann ég ekki réttu orðin og fékk gagnrýni fyrir það, sem ég skil fullkomlega.“

„Mér líður illa. Ég hef ekki átt góðan dag og veit að röddin mín er mikilvæg. Ég er hluti af stærsta félagi sögunnar og líður illa yfir þessum misskilningi. Kannski var ég ekki nógu ákveðinn í orðavali og biðst ég innilegrar afsökunar á því,“
sagði Xavi.
Athugasemdir
banner
banner
banner