mán 24. febrúar 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Segir tímabilið búið hjá Hazard
Mynd: Getty Images
Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belga, segir að Eden Hazard verði ekki meira með á þessu tímabili vegna meiðsla.

Hazard fótbrotnaði gegn Levante um helgina, einungis viku eftir að hann kom aftur á völlinn eftir að hafa verið frá keppni síðan í nóvember.

Real Madrid hefur ekki staðfest hversu lengi Hazard verður frá keppni en Martinez segir að tímabilið sé búið hjá leikmanninum.

„Við erum mjög leiðir yfir þessu því að meiðsli halda honum frá keppni í að minnsta kosti þrjá mánuði," sagði Martinez en hann vonast til að Hazard nái EM í sumar.

„Fótboltamaður eins og Eden ætti alltaf að vera inni á vellinum. Við erum í frábæru stamstarfi við læknalið Real Madrid og við höfum áhyggjur af Eden. Þetta er synd því þetta er að gerast fyrir mikilvæga leiki gegn Manchester City."
Athugasemdir
banner
banner