Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 24. maí 2024 21:36
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Dovbyk skoraði þrennu er Girona niðurlægði Granada
Artem Dovbyk kláraði tímabilið með því að skora þrennu
Artem Dovbyk kláraði tímabilið með því að skora þrennu
Mynd: EPA
Girona 7 - 0 Granada CF
1-0 Eric Garcia ('30 )
2-0 Viktor Tsygankov ('33 )
3-0 Artem Dovbyk ('44 , víti)
4-0 Viktor Tsygankov ('54 )
5-0 Artem Dovbyk ('75 )
6-0 Christian Stuani ('78 )
7-0 Artem Dovbyk ('90 , víti)
Rautt spjald: Facundo Pellistri, Granada CF ('61)

Spútniklið La Liga-deildarinnar á Spáni, Girona, niðurlægði Granada í 7-0 sigri í lokaumferðinni í kvöld. Úkraínumaðurinn Artem Dovbyk skoraði þrennu og er aftur kominn á toppinn í baráttu um gullskó deildarinnar.

Giorina hefur spilað frábæran fótbolta undir Michael á þessari leiktíð.

Nokkrar vikur eru liðnar frá því Girona tryggði Meistaradeildarsæti en það hefur nú gulltryggt þriðja sæti deildarinnar með þessum stórsigri.

Úkraínumennirnir Dovbyk og Viktor Tsygankov léku á als oddi í leiknum en sá síðarnefndi skoraði tvö og lagði upp eitt á meðan Dovbyk skoraði þrennu og gaf eina stoðsendingu.

Alexander Sorloth var markahæstur fyrir lokaumferðina en þessi þrjú mörk frá Dovbyk hafa komið honum aftur á toppinn. Hann er nú með 24 mörk, einu marki meira en Sorloth.

Sorloth og félagar í Villarreal mæta Osasuna á morgun en hann þarf bara að skora eitt mark til þess að taka titilinn, þar sem hann hefur leikið færri deildarleiki en Dovbyk á tímabilinu.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 38 29 8 1 87 26 +61 95
2 Barcelona 38 26 7 5 79 44 +35 85
3 Girona 38 25 6 7 85 46 +39 81
4 Atletico Madrid 38 24 4 10 70 43 +27 76
5 Athletic 38 19 11 8 61 37 +24 68
6 Real Sociedad 38 16 12 10 51 39 +12 60
7 Betis 38 14 15 9 48 45 +3 57
8 Villarreal 38 14 11 13 65 65 0 53
9 Valencia 38 13 10 15 40 45 -5 49
10 Alaves 38 12 10 16 36 46 -10 46
11 Osasuna 38 12 9 17 45 56 -11 45
12 Getafe 38 10 13 15 42 54 -12 43
13 Sevilla 38 10 11 17 48 54 -6 41
14 Celta 38 10 11 17 46 57 -11 41
15 Mallorca 38 8 16 14 33 44 -11 40
16 Las Palmas 38 10 10 18 33 47 -14 40
17 Vallecano 38 8 14 16 29 48 -19 38
18 Cadiz 38 6 15 17 26 55 -29 33
19 Almeria 38 3 12 23 43 75 -32 21
20 Granada CF 38 4 9 25 38 79 -41 21
Athugasemdir
banner
banner
banner