Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
   fim 24. september 2020 19:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Addi Grétars: Mikkel kom með tvær kökur fyrir tvö töpuð stig - Tveir leikir of mikið
Ekki heyrt í Gumma Ben
Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikkel Qvist.
Mikkel Qvist.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Blendnar tilfinningar, alltaf þegar maður jafnar seint eftir að hafa verið lengi undir þá getur maður sagst virða stigið en þú vilt alltaf meira," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari KA, eftir jafntefli gegn HK í dag.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 HK

„Maður er farinn að horfa á sjöunda sætið og því hefði maður viljað fá meira. HK, við, ÍA og Víkingur eru í þessari súpu. Það er ekki langt á milli og þrjú stig hefðu sett okkur í ágætis stöðu. Með þremur stigum hefðum við líka slitið okkur frá Gróttu og Fjölni í botnsætunum og það er alltaf nartandi í hnakkann á þér. Þegar komist er úr því þá geta menn slakað á og spilað án stress. Við verðum að breyta þessum jafnteflum (tíu talsins) í sigra."

Nökkvi Þeyr Þórisson fékk boltann á silfurfati við markteig HK skömmu áður en KA jafnaði leikinn. Hvernig horfði það færi við Arnari?

„Það er svo þunn lína að fá eitthvað í bakið á þér - stutt á milli."

Finnst tveir leikir of þung refsing
Arnar var spurður út í rauða spjaldið sem Mikkel Qvist fékk í síðasta leik. Mikkel fékk tveggja leikja bann fyrir að hafa farið harkalega í leikmann Fjölnis. Boltinn var kominn í burtu en Fjölnir fékk vítaspyrnu og úr henni náði liðið forystu. Hvað sagði Arnar við Mikkel eftir að hafa séð atvikið betur?

„Ég þurfti ekki að segja mikið, hann baðst afsökunar. Hann setti liðsfélaga sína í erfiða stöðu og brást liðinu. Þarna 'reactar' hann eftir að tosað var í hann. Hann notaði ekki olnboga og tók Fjölnismanninn og henti honum niður."

„Það er allt í lagi að gefa honum rautt spjald og víti - það er bara rétt. En ég er ekki sammála því að þetta eigi að vera tveir leikir. Mér fannst það vera of mikið vegna þess að ef þú notar olnboga þá er það viljaverk. Þarna var hann að losa sig og mér finnst svolítið mikið að fá tvo leiki."

„Mikkel vissi upp á sig sökina og kom með tvær kökur fyrir tvö töpuð stig eins og hann sagði sjálfur. Menn þurfa að læra af svona."


Ekki heyrt í Gumma Ben
Að lokum var Arnar spurður út í hvort hann vissi hvernig Gummi Ben fékk þær upplýsingar að Arnar væri á förum eftir að þessari leiktíð líkur? Arnar hefur áður gefið það út að framtíðin er óráðin og ekkert ákveðið varðandi framtíðina.

„Nei ég hef ekki heyrt í honum. Hann sagðist hafa áreiðanlegan heimildarmann og eins og með marga fréttamenn þá eru þeir ekkert að gefa upp sína heimildarmenn."

Nánar er rætt um leikinn í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner