Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
banner
   lau 24. september 2022 09:35
Fótbolti.net
Landsliðin, bestir í Bestu og slúðrið á X977 í dag
Mynd: Fótbolti.net - Örvar Arnarsson
Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson mæta galvaskir í útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X977 í dag milli 12 og 14. Þátturinn er á dagskrá alla laugardaga milli 12 og 14.

Það er nóg að ræða eftir landsleikjavikuna. Íslenska landsliðið vann Venesúela og U21 landsliðið er í einvígi við Tékka um sæti á EM.

Þá verður sérstakt uppgjör Bestu deildarinnar. Besti markvörðurinn, besti varnarmaðurinn, besti miðjumaðurinn og besti sóknarmaðurinn krýndir.

Að auki verður púlsinn tekinn á góðum mönnum.


Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner