Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
   lau 24. október 2020 21:45
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Liverpool og Sheffield: Egan góður en Henderson bestur
Jordan Henderson var besti maður vallarins er Liverpool lagði Sheffield United að velli í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Gestirnir frá Sheffield komust yfir eftir umdeildan vítaspyrnudóm snemma leiks og áttu góða kafla gegn Englandsmeisturunum sem reyndust að lokum alltof sterkir.

John Egan var besti leikmaður Sheffield og fékk 8 í einkunn hjá Sky Sports, rétt eins og Henderson og Joe Gomez í liði Liverpool.

Sander Berge átti einnig góðan leik en hann gerði eina mark Sheffield í leiknum og fékk 7 í einkunn. Sadio Mane átti þátt í báðum mörkum Liverpool og fékk 7, rétt eins og flestir í liði Liverpool.

Fabinho fékk dæmda á sig vítaspyrnu og var talinn lakasti leikmaður Liverpool í dag. Hann fékk 5 í einkunn rétt eins og Rhian Brewster sem spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Sheffield og það gegn sínum fyrrum liðsfélögum.

Liverpool: Alisson (6), Alexander-Arnold (7), Gomez (8), Fabinho (5), Robertson (7), Henderson (8), Wijnaldum (7), Jota (7), Salah (7), Firmino (7), Mane (7).

Sheffield United: Ramsdale (6), Baldock (7), Basham (6), Egan (8), Stevens (6), Osborn (7), Berge (7), Lundstram (6), Ampadu (6), McBurnie (7), Brewster (5).
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner