Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 24. október 2020 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Andrea skoraði - Kristrún Rut í sigurliði
Kristrún Rut á tæpa 100 keppnisleiki að baki fyrir Selfoss.
Kristrún Rut á tæpa 100 keppnisleiki að baki fyrir Selfoss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea Celeste Thorisson var í byrjunarliðinu og gerði fyrsta mark leiksins er Kalmar lagði Brommapojkarna að velli í B-deild sænska kvennaboltans.

Andrea Celeste er 22 ára gömul og var lykilmaður í yngri landsliðum Íslands en tók aldrei stökkið upp í A-landsliðið.

Kalmar er á góðu róli í fjórða sæti með 39 stig eftir 23 umferðir en liðið á ekki möguleika á að komast upp í efstu deild í ár.

Brommapojkarna 1 - 2 Kalmar
0-1 Andrea Celeste Thorisson ('22)
1-1 Prakt Johansson ('70)
1-2 T. Tindell ('93)

Andrea er ekki eini Íslendingurinn sem leikur í B-deildinni því Kristrún Rut Antonsdóttir spilaði síðasta stundarfjórðunginn er Mallbacken lagði Alvsjö að velli.

Kristrún Rut hefur verið mikið í kringum byrjunarliðið frá komu sinni til Mallbacken og er liðið einu stigi á eftir Kalmar á stöðutöflunni.

Kristrún er 26 ára Selfyssingur sem gerði góða hluti í ítalska boltanum og lék meðal annars fyrir stórlið Avaldsnes í Noregi í fyrra.

Alvsjö 0 - 2 Mallbacken
0-1 I. Hallstensson ('53)
0-2 R. Kivumbi ('75)
Athugasemdir
banner
banner