Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 24. nóvember 2021 20:05
Brynjar Ingi Erluson
„Þetta er ekki einkafyrirtæki, heldur opinbert batterí"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV, furðar sig á vinnubrögðum Vöndu SIgurgeirsdóttur, formanni KSÍ, í dag en hún hefur ekki viljað tjá sig um uppsagnarákvæði sem var nýtt í samningi Eiðs Smára Guðjohnsen í dag.

Eiður Smári verður ekki áfram aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins eftir að uppsagnarákvæði var nýtt í samningi hans en ástæðan ku vera áfengisneysla í síðasta landsliðsverkefni.

Vanda var með í umræddri ferð til Norður-Makedóníu en samkvæmt heimildum mbl.is var stjórnin klofin yfir þeirri ákvörðun að láta Eið fara. Vanda vildi halda Eiði áfram á meðan Arnar Þór Viðarsson, þjálfari landsliðsins, var á sama máli og stjórnin og taldi það réttast að láta hann fara.

Fjölmiðlar hafa ítrekað reynt að ná á Vöndu í dag en ekki hefur náðst í hana.

Hún var í vinnu í dag og birti meðal annars sendiherra Japans, Ryotaro Suzuki, mynd af sér með henni á Laugardalsvelli, en Einar Örn furðar sig á vinnubrögðum formannsins á Twitter en hann segir að hún hafi einnig neitað að tala við fjölmiðla fyrir ársþingið er hún var kosin formaður.

„Hmm.. Vanda var í vinnunni í dag en vildi bara ekki útskýra risastóra ákvörðun stjórnar KSÍ fyrir fjölmiðlum (og þar með fólkinu í landinu). Gerði sama fyrir ársþingið, neitað að tala við fjölmiðla. Þetta er ekki einkafyrirtæki heldur opinbert batterí, stærsta sérsambandið," sagði EInar.


Athugasemdir
banner
banner