Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. mars 2019 09:42
Arnar Helgi Magnússon
Hudson-Odoi byrjar hjá Englendingum í kvöld
Odoi kemur inn fyrir Sterling
Odoi kemur inn fyrir Sterling
Mynd: Getty Images
England og Svartfjallaland mætast í undankeppni EM 2020 í kvöld. Enska liðið á toppi riðilsins með þrjú stig en Svartfjallaland með eitt stig eftir jafntefli gegn Búlgaríu.

Callum Hudson-Odoi verður í byrjunarliði Englendinga í kvöld, þetta kemur fram á Sky. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Englands þegar hann kom inná í 5-0 sigri á Serbíu á föstudag.

Hudson-Odoi var nálægt því að ganga í raðir Bayern Munchen í janúar en Chelsea hafnaði nokkrum tilboðum frá þýska risanum í þennan efnilega leikmann.

Tölfræði hans með Chelsea á tímabilinu er nokkuð góð. Hann hefur yfirleitt spilað mjög vel þegar hann hefur fengið tækifæri hjá Maurizo Sarri.

Jadon Sancho er meiddur og mun að öllum líkindum ekki spila með Englendingum í kvöld. Hann lék sinn fyrsta keppnisleik í byrjunarliði Englendinga á föstudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner