Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 25. maí 2020 10:50
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
ÍTF fundar með mótanefnd á morgun - Ýmsar aðstæður skoðaðar
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
ÍTF mun á morgun funda með mótanefnd KSÍ en þar verður rætt um mögulegar aðstæður sem gætu komið upp þegar Íslandsmótið í fótbolta fer af stað.

Meðal annars verður rætt um hvað gera eigi ef lið fara í sóttkví og ef tafir verða á mótinu.

Verið er að vinna að leiðbeiningum fyrir félög þar sem fram kemur hvaða reglum þurfi að hlýða þegar kemur að framkvæmd leikja. Búast má við því að 200 manna viðmið verði þegar Pepsi Max-deildin hefst.

Það er þó möguleiki á að koma fleiri en 200 áhorfendum fyrir með því að hólfa niður vallarsvæðið.

„Þetta er ákveðið flækjustig en við sendum á félögin og báðum þau um að skoða hversu mörgum 'hólfum' þau næðu að koma fyrir. Við og KSÍ höfum svo verið að vinna í ítarlegri leiðbeiningum," segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF, við útvarpsþáttinn Fótbolti.net.

Rætt hefur verið við almannavarnir, lækna, slökkvilið og framkvæmdastjóra félaga. Hvert áhorfendahólf verður að hafa sérstakan inngang og aðstöðu.

„Eins og staðan er í dag mega 200 vera í hverju hólfi og þú þarft að vera með klósettaðstöðu innan hvers hólfs. Það má ekki neitt vera sameiginlegt, ef þú ferð inn í hólf A þá verður þú að halda þér þar."

„Það sem er mikilvægast er að halda hólfi leikmanna sér. Ef það koma upp smit hjá leikmönnum þá erum við í mjög vondri stöðu. Það myndi flækja liðið verulega ef lið þarf að fara í sóttkví."

Birgir segir að skoðaður hafi verið möguleiki á því að færa einhverja leiki í byrjun móts ef létt verður á takmörkunum og hægt að koma fleiri áhorfendum að. Leikjadagskráin sé enn í vinnslu og mögulega einhverjar breytingar gerðar.
Axlabandalið Pepsi Max og fyrirliðapælingar
Athugasemdir
banner
banner