Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 25. ágúst 2019 17:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Óvæntur sigur Newcastle - Meiðsli hjá Jóa Berg
Joelinton fagnar.
Joelinton fagnar.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Getty Images
Newcastle vann heldur betur óvæntan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag. Tveir síðustu leikir þriðju umferðarinnar hófust klukkan 15:30.

Lærisveinar Steve Bruce í Newcastle heimsóttu Tottenham og þar kom Joelinton gestunum yfir á 27. mínútu. Fyrsta mark þessa dýrasta leikmanns í sögu Newcastle fyrir félagið. Hann skoraði eftir undirbúning Christian Atsu.

Tottenham var auðvitað meira með boltann en Newcastle varðist vel og reyndi ekki mikið á Dubravka í markinu. Þegar rúmar 10 mínútur voru eftir vildi Tottenham fá vítaspyrnu þegar Harry Kane féll í teignum. Atvikið var skoðað með VAR, en víti var ekki dæmt. Tottenham-menn voru ekki sáttir með það.

Newcastle náði að landa mjög svo óvæntum sigri, lokatölur 1-0 fyrir Newcastle sem vinnur sinn fyrsta leik á tímabilinu. Tottenham er með fjögur stig.

Jóhann Berg fór meiddur af velli
Í hinum leiknum mættust Wolves og Burnley þar sem Burnley var nokkrum sekúndum frá því að fara með sigur af hólmi.

Ashley Barnes kom Burnley yfir á 13. mínútu, hans fjórða mark í þremur leikjum á tímabilinu. Frábær byrjun hjá honum.

Í seinni hálfleiknum fór Jóhann Berg Guðmundsson meiddur af velli. Það er vonandi að það sé ekki alvarlegt enda eru landsleikir framundan gegn Moldavíu og Albaníu.

Undir lok leiksins jöfnuðu Úlfarnir úr vítaspyrnu sem Raul Jimenez skoraði úr. Lokatölur 1-1. Úlfarnir hafa gert þrjú jafntefli í fyrstu þremur leikjunum. Burnley er með fjögur stig.

Tottenham 0 - 1 Newcastle
0-1 Joelinton ('27 )

Wolves 1 - 1 Burnley
0-1 Ashley Barnes ('13 )
1-1 Raul Jimenez ('90 , víti)

Sjá einnig:
England: 400 lykiltalan í sigri City á B'mouth
Athugasemdir
banner
banner
banner