Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 25. september 2020 16:03
Elvar Geir Magnússon
Ancelotti: Pickford er með mitt traust
Pickford og Ancelotti.
Pickford og Ancelotti.
Mynd: Getty Images
Jordan Pickford fær sinn skerf af gagnrýni, meðal annars eftir að hafa gert mistök í 5-2 sigri gegn Fleetwood í deildabikarnum.

Sögusagnir eru um að Everton sé í markmannsleit en Carlo Ancelotti, stjóri Everton, segist hafa fulla trú á Pickford.

„Hann er mikið í umræðunni en ég tala af hreinskilni þegar ég segi að hann hafi byrjað tímabilið vel og átti frábæran leik gegn Tottenham," segir Ancelotti.

„Ég er fyrsti maðurinn sem segi honum að hann hafi gert mistök því hann meðtekur það. Hann er frábær markvörður. Hann hefði getað gert betur gegn Fleetwood en varnarmennirnir gátu líka gert betur. Hann er með fullt traust frá mér."
Athugasemdir
banner
banner
banner