Pálmi Rafn Pálmason hefur fengið félagaskipti í Völsung og getur því spilað með liðinu í 2. deild í sumar. Pálmi er þaulreyndur leikmaður, uppalinn á Húsavík og kannast því ágætlega við sig í Völsungi.
Pálmi lagði skóna á hilluna í fyrra eftir sitt áttunda tímabil með KR.
Pálmi lagði skóna á hilluna í fyrra eftir sitt áttunda tímabil með KR.
Hann er 38 ára miðjumaður sem steig sín fyrstu skref í meistaraflokki fyrir 23 árum. Hann lék sín fyrstu þrjú tímabil á ferlinum með Völsungi áður en hann skipti yfir í KA. Þar stoppaði hann í þrjú ár og gekk svo í raðir Vals. Hann varð Íslandsmeistari með Val tímabilið 2007 og hélt svo í atvinnumennsku í Noregi um mitt sumarið 2008.
Hann varð norskur meistari með Stabæk og eftir tæplega sjö ár í Noregi sneri hann aftur til Íslands og samdi við KR.
Pálmi er ekki fyrsti reynsluboltinn til að skipta yfir í Völsung á síðustu árum eftir mjög farsælan feril. Baldur Sigurðsson gerði það í fyrra og lék þá sautján leiki með liðinu.
Pálmi er þá ekki eini leikmaðurinn sem fékk félagaskipti í Völsung í dag því Rúnar Þór Brynjarsson fékk félagaskipti frá Samherjum.
Sjá einnig:
Ákvað fyrir tímabilið að þetta yrði það síðasta - Íslandsmeistaratitillinn sætasta stundin
„Ein flottasta heimkoma sem við höfum séð"
Athugasemdir