Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 26. maí 2022 12:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Zlatan lék meiddur í hálft ár - „Aldrei liðið svona illa"
Mynd: Getty Images

Zlatan Ibrahimovic leikmaður AC Milan verður frá næstu átta mánuðina eftir að hafa gengist undir hnéaðgerð.


Zlatan lék 27 leiki fyrir Milan á tímabilinu og skoraði í þeim 8 mörk. AC Milan varð ítalskur meistari um helgina eftir 3-0 sigur á Sassuolo í loka umferðinni.

Hann kom inná sem varamaður þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka.

Zlatan setti inn færslu á Instagram eftir að gerðina þar sem hann greindi frá því að hann væri búinn að vera meiddur síðasta hálfa árið.

„Síðustu sex mánuði hef ég spilað án fremra krossbands í vinstra hné. Bólgið hné í sex mánuði, ég gat aðeins æft tíu sinnum með liðinu, fékk meira en 20 sprautur, verkjalyf á hverjum degi og svaf varla útaf sársauka," skrifaði Zlatan.

„Mér hefur aldrei liðið svona illa innan sem utan vallar, ég gerði eitthvað ómögulegt, mögulegt. Fyrir mér var aðeins eitt markmið, að gera samherjana og stjórann að ítölskum meisturum því ég lofaði því. Í dag er ég með nýtt krossband og annan bikar."


Athugasemdir
banner
banner
banner