Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   fös 26. maí 2023 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp hrósar Carvalho í hástert - Fer hann á láni?
Fabio Carvalho.
Fabio Carvalho.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hrósaði Portúgalanum unga Fabio Carvalho þegar hann sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag, en hann viðurkenndi að leikmaðurinn fari mögulega annað á láni á næstu leiktíð.

Carvalho var keyptur frá Fulham síðasta sumar en hann hefur ekki verið í stóru hlutverki á þessari leiktíð eftir að hann var keyptur á 7,7 milljónir punda.

Carvalho er tvítugur að aldri og spilar framarlega á vellinum. Klopp er að íhuga að lána hann á næsta tímabili.

„Það er möguleiki á að hann fari á láni, við erum að skoða það," sagði Klopp í dag.

„Þetta var kannski ekki hans besta ár á ferlinum en mögulega þetta hans mikilvægasta. Enginn leikmaður hefur hrifið mig meira en Fabio. Það er satt. Vinnuframlag hans mun skila honum stórkostlegum ferli."

Klopp hrósaði leikmanninum í hástert og sagði hann vera með frábært viðhorf.
Athugasemdir
banner
banner