Kjartan Kári Halldórsson hefur verið frábær í undanförnum leikjum með FH eftir hæga byrjun á tímabilinu hjá liðinu. Hann lagði upp bæði mörkin í sigri á Breiðabliki í gær. Þá skoraði hann tvennu gegn ÍA í síðustu umferð.
Kjartan Kári var eftirsóttur í vetur en Valur og Víkingur reyndu að fá hann. Leikmaðurinn hafnaði því tækifæri og skrifaði undir samning í vetur sem gildir út tímabilið 2027.
Kjartan Kári var eftirsóttur í vetur en Valur og Víkingur reyndu að fá hann. Leikmaðurinn hafnaði því tækifæri og skrifaði undir samning í vetur sem gildir út tímabilið 2027.
Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, var spurður út í Kjartan Kára eftir leikinn í gær.
„Kjarri er frábær. Var algjörlega magnaður í fyrra, ýmislegt sem fylgir því, auka pressa og mikið umtal. Það er oft tvöfaldað á hann og hann er sparkaður niður. Það er þá sem menn sýna úr hverju menn eru gerðir. Hann er búinn að vera geggjaður og mun halda áfram að vera geggjaður fyrir FH," sagði Kjartan Henry.
„Það er allt að klikka hjá mér núna. Það er bara að halda þessu áfram. Gott að geta hjálpað liðinu," sagði Kjartan Kári.
Athugasemdir