Man Utd í viðræðum um Donnarumma - Rodrigo Muniz er orðaður við Newcastle
Heimsóknin - KFA og Höttur/Huginn
Þjálfari Silkeborg: Dáist að aganum í leik KA
Fyrirliði Silkeborg: Kom mér smá á óvart að þeir æfa ekki eins og atvinnumannalið
Haddi Jónasar: Það er komin alvöru pressa á þá
Langþráður draumur KA manna rætist - „Loksins erum við komnir heim; upp á Brekku"
Gísli Gotti: Maður upplifir ekki oft svona leiki en þetta var ekkert eðlilega gaman
Bjarni Jó: Er það ekki svona sem við viljum hafa þetta?
Alli Jó: Ekki skemmtilegur leikur fyrir hlutlausan
Gabríel Aron: Það er mín upplifun
Gabríel Snær: Þeir segja að það sé algjört rugl að fara þangað
Jóhann Birnir: Vorum ekki upp á okkar besta í dag
Gunnar Már: Hrein og klár vonbrigði
Dóri um næsta verkefni - „Andstæðingur sem við getum slegið út á mjög góðum degi"
Sagan endurtekur sig vonandi ekki: „Gömlu karlarnir í gæslunni ná að hafa stjórn á þeim“
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
   sun 25. maí 2025 22:20
Kári Snorrason
Kjartan Henry: Oftast gengið vel gegn Breiðabliki
Kjartan Henry finnst gaman að mæta Breiðabliki.
Kjartan Henry finnst gaman að mæta Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH vann sterkan sigur gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Breiðabliks fyrr í kvöld, lokatölur 2-0. Aðstoðarþjálfari FH, Kjartan Henry Finnbogason mætti sáttur í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: FH 2 -  0 Breiðablik

„Sterk frammistaða, það var liðsstemning í vikunni fyrir leik og við tókum það með okkur í leikinn. Ég er sérstaklega ánægður með að halda hreinu og að vinna á heimavelli. Við erum ósigraðir á heimavelli og við viljum reyna að halda því eins lengi og við getum.“

FH hefur einungis tapað einu sinni gegn Breiðabliki á heimavelli síðastliðin 6 ár.

„Mér sem leikmanni hefur oftast gengið vel gegn Breiðabliki. Við fórum í grunngildin, unnum seinni boltana og komum með kraft og stemningu í þessa frábæru mætingu sem var í Krikanum hér í kvöld.“

FH hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Kjartan segir lykilatriði að hópurinn héldi ró og trú á verkefninu.

„Halda ró og trú. Þessir fyrstu leikir voru mjög sérstakir. Við erum að spila þriðja heimaleikinn núna, loksins í áttundu umferð. Svo lengi sem við erum ekki að gefa mörk eða erum„sloppy" þá eru okkur allir vegir færir.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner