Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   sun 25. maí 2025 22:20
Kári Snorrason
Kjartan Henry: Oftast gengið vel gegn Breiðabliki
Kjartan Henry finnst gaman að mæta Breiðabliki.
Kjartan Henry finnst gaman að mæta Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH vann sterkan sigur gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Breiðabliks fyrr í kvöld, lokatölur 2-0. Aðstoðarþjálfari FH, Kjartan Henry Finnbogason mætti sáttur í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: FH 2 -  0 Breiðablik

„Sterk frammistaða, það var liðsstemning í vikunni fyrir leik og við tókum það með okkur í leikinn. Ég er sérstaklega ánægður með að halda hreinu og að vinna á heimavelli. Við erum ósigraðir á heimavelli og við viljum reyna að halda því eins lengi og við getum.“

FH hefur einungis tapað einu sinni gegn Breiðabliki á heimavelli síðastliðin 6 ár.

„Mér sem leikmanni hefur oftast gengið vel gegn Breiðabliki. Við fórum í grunngildin, unnum seinni boltana og komum með kraft og stemningu í þessa frábæru mætingu sem var í Krikanum hér í kvöld.“

FH hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Kjartan segir lykilatriði að hópurinn héldi ró og trú á verkefninu.

„Halda ró og trú. Þessir fyrstu leikir voru mjög sérstakir. Við erum að spila þriðja heimaleikinn núna, loksins í áttundu umferð. Svo lengi sem við erum ekki að gefa mörk eða erum„sloppy" þá eru okkur allir vegir færir.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner