Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   lau 26. júlí 2025 14:15
Brynjar Ingi Erluson
Everton að fá bakvörð frá Bayern
Adam Aznou í leik með Valladolid á síðustu leiktíð
Adam Aznou í leik með Valladolid á síðustu leiktíð
Mynd: EPA
Everton er að ganga frá viðræðum við Bayern München um marokkóska vinstri bakvörðinn Adam Aznou. Fabrizio Romano greinir frá.

Aznou er 19 ára gamall og kom til Bayern frá Barcelona árið 2022.

Hann spilaði sinn fyrsta leik með aðalliði Bayern í nóvember á síðasta ári áður en hann fór til Real Valladolid á láni í janúarglugganum.

Athletic/i> segir frá því að Everton hafi sett sig í samband við Bayern á dögunum og sé nú nálægt því að ganga frá kaupum á Aznou fyrir 9 milljónir punda og staðfestir Romano tíðindin með frasanum fræga „Here we go!.

Honum er ætlað að fylla í skarð Ashley Young sem yfirgaf Everton þegar samningur hans rann út um mánaðamótin.

Samkvæmt Athletic er Vitaly Mykolenko áfram fyrsti kostur í vinstri bakvörðinn, en Aznou mun henta Everton vel í þeim leikjum sem liðið þarf að sækja, en töluvert sóknarsinnaðri en sá úkraínski.
Athugasemdir
banner
banner