Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   lau 26. júlí 2025 13:15
Brynjar Ingi Erluson
Eftirsóttur leikmaður Lyon gæti óvænt verið á leið til Everton
Mynd: EPA
Belgíski vængmaðurinn Malick Fofana, sem er á óskalista margra stórliða, gæti verið á leið til enska úrvalsdeildarfélagsins Everton.

Liverpool, Bayern München, Chelsea og Napoli eru öll sögð á eftir Fofana, sem er tuttugu ára gamall.

Fabrizio Romano segir að Everton hafi óvænt lagt fram tilboð í Fofana og að enska félagið sé að ræða við föruneyti Fofana um kaup og kjör.

Þetta kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti miðað við þau félög sem hann hefur verið orðaður við.

Fofana kom að 17 mörkum með Lyon á síðustu leiktíð og sér hann væntanlega tækifæri á að fá meiri spiltíma þar en hjá stóru félögunum.

Vængmaðurinn á einn A-landsleik að baki með Belgíu er hann kom inn af bekknum í 2-2 jafntefli gegn Ítalíu í Þjóðadeildinni í október á síðasta ári.
Athugasemdir