Kantmaðurinn Harvey Barnes meiddist á fæti snemma í leik Newcastle og Sheffield United á sunnudag.
Hann haltraði af velli á 12. mínútu í leiknum sem Newcastle kláraði afskaplega sannfærandi, 8-0.
Hann haltraði af velli á 12. mínútu í leiknum sem Newcastle kláraði afskaplega sannfærandi, 8-0.
Barnes er búinn í myndatöku og það er spurning hvort hann þurfi að fara í aðgerð. „Hann gæti verið frá í mánuði frekar en vikur," sagði stjórinn Eddie Howe.
„Ég get ekki farið of djúpt í þessi meiðsli, ég er ekki með menntunina í það en þetta eru mjög óhefðbundin meiðsli."
„Hann vissi eftir leik að þetta voru ekki hefðbundin meiðsli; þar sem þú finnur fyrir í vöðva og veist að þetta verða 1-2 vikur. Þetta er talsvert flóknara," sagði Howe.
Newcastle hefur leik í enska deildabikarnum annað kvöld þegar Manchester City kemur í heimsókn.
Athugasemdir