Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 26. september 2023 19:38
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd komið í 2-0 gegn Palace - Casemiro heldur áfram að skora
Mynd: Getty Images
Manchester United er 2-0 yfir gegn Crystal Palace í 3. umferð deildabikarsins.

Argentínski táningurinn Alejandro Garnacho skoraði fyrra mark United á 21. mínútu er hann fleygði sér á Diogo Dalot og tókst einhvern veginn að tækla boltann í netið.

Sex mínútum síðar skoraði Casemiro með skalla eftir hornspyrnu Mason Mount. Þetta var fjórða mark brasilíska miðjumannsins á tímabilinu.

Hægt er að sjá bæði mörkin hér fyrir neðan.

Sjáðu markið hjá Garnacho
Sjáðu skallamark Casemiro
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner