Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
   fös 26. september 2025 12:30
Elvar Geir Magnússon
Fyrrum akademíuleikmaður Arsenal lenti á steypuvegg í leik og lést
Billy Vigar.
Billy Vigar.
Mynd: Arsenal
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hóf fréttamannafund sinn í dag á því að minnast Billy Vigar, fyrrum akademíuleikmanns félagsins. Vigar var 21 árs þegar hann lést eftir að hafa orðið fyrir höfuðmeiðslum í leik.

Hann var að spila útileik með utandeildarliðinu Chichester City gegn Wingate & Finchley og lenti á steypuvegg þegar hann var að reyna að halda boltanum í leik.

„Þetta eru sláandi fréttir. Hugur minn fór samstundis til fjölskyldu hans og hversu erfitt er að fara í gegnum svona. Við sýnum fjölskyldunni allan okkar stuðning," segir Arteta.

Vigar kom í akademíu Arsenal 14 ára gamall en yfirgaf hana á síðasta ári.


Athugasemdir