banner
   þri 26. október 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ramsdale ætlar sér að slá Pickford úr liðinu
Aaron Ramsdale.
Aaron Ramsdale.
Mynd: Getty Images
Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, er með það markmið að vera aðalmarkvörður enska landsliðsins á HM í Katar á næsta ári.

Jordan Pickford, markvörður Everton, hefur átt stöðuna í þjálfaratíð Gareth Southgate, allavega á stærsta sviðinu. Pickford hefur staðið sig gífurlega vel á bæði HM 2018 og EM 2020.

Ramsdale var tekinn inn í enska landsliðshópinn sem fór á EM síðasta sumar eftir að Dean Henderson meiddist.

Hinn 23 ára Ramsdale hefur ekki enn spilað A-landsleik fyrir England en hann er með skýr markmið.

„Við vorum bara nokkrum spyrnum frá því að afreka eitthvað stórkostlegt," sagði Ramsdale um EM síðasta sumar. „Árangurinn styrkti hungrið í hópnum að gera betur á HM. Vonandi get ég verið hluti af því og vonandi sem byrjunarliðsmarkvörður."

Ramsdale skipti úr Sheffield United yfir til Arsenal eftir að EM lauk. Hann er núna aðalmarkvörður Lundúnaliðsins.
Athugasemdir
banner
banner