Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   mið 26. október 2022 16:30
Elvar Geir Magnússon
Aguerd líklega í hóp hjá West Ham á morgun
David Moyes, stjóri West Ham, segir að marokkóski varnarmaðurinn Nayef Aguerd verði líklega í hóp á morgun þegar Hamrarnir leika gegn Silkeborg í Sambandsdeildinni.

Aguerd gekk í raðir West Ham frá Rennes fyrir 30 milljónir punda í júní en hann hefur ekki spilað síðan hann meiddist á ökkla á undirbúningtímabilinu.

„Nayef kemur vonandi með eitthvað sem við höfum ekki haft. Hann er með góðan leikskilning, er snöggur og góður í loftinu. Hann hefur hinsvegar ekkert spilað í úrvalsdeildinni," segir Moyes.

Maxwel Cornet, Craig Dawson og Lucas Paqueta eru enn fjarverandi hjá West Ham en Moyes vonast til að ekki sé langt í að þeir séu klárir.

West Ham hefur þegar tryggt sér upp úr B-riðli Sambandsdeildarinnar eftir að hafa unnið alla fjóra leikina hingað til.
Athugasemdir
banner