Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   mið 26. október 2022 11:16
Elvar Geir Magnússon
Coutinho verður væntanlega ekki valinn í brasilíska landsliðið
Coutinho hefur verið í vandræðum hjá Villa.
Coutinho hefur verið í vandræðum hjá Villa.
Mynd: EPA
Talið er ólíklegt að Philippe Coutinho verði valinn í brasilíska landsliðshópinn fyrir HM í Katar. Coutinho hefur engan veginn fundið sig hjá Aston Villa á þessu tímabili.

Hann hefur hvorki skorað né lagt upp mark í þeim tólf leikjum sem hann hefur spilað í öllum keppnum á þessu tímabili.

Coutinho er 30 ára og var keyptur til Villa af Steven Gerrard sem var rekinn í síðustu viku.

Sport segir að Tite muni líklega velja Everton Ribeiro, leikmann Flamengo, fram yfir Coutinho þegar hópurinn verður opinberaður þann 7. nóvember.

Talið er að Roberto Firmino gæti spilað sem sóknarmiðjumaður hjá Brasilíu, í stöðunni sem Coutinho hefur spilað.
Athugasemdir
banner
banner