Ruben Amorim, þjálfari Sporting í Portúgal, segir að það sé draumur fyrir félagið að fá Cristiano Ronaldo. Ekki alveg raunhæfur draumur samt sem áður.
Ronaldo vill yfirgefa herbúðir Manchester United til þess að spila í Meistaradeildinni.
Sporting, félagið þar sem Ronaldo ólst upp, er í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og er þar að berjast um að komast upp úr riðli sínum. Sporting mætir Tottenham í kvöld.
Fyrir leikinn var Amorim spurður út í Ronaldo og svaraði hann: „Við öll hjá Sporting eigum draum um endurkomu Ronaldo en hann er núna leikmaður Manchester United."
„Við erum með draum en við eigum ekki peninginn til að borga þau laun sem hann biður um."
Athugasemdir