Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   mið 26. október 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frá Íslandi til Besiktas og Fenerbahce (Staðfest)
Kvenaboltinn
Danielle í leik með Þrótti í sumar.
Danielle í leik með Þrótti í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á dögunum gekk Danielle Marcano í raðir tyrkneska félagsins Fenerbahce. Marcano lék með Þrótti og skoraði níu mörk í fimmtán leikjum í Bestu deildinni.

Hún kom til Þróttar eftir að hafa skorað sex mörk í tólf leikjum með HK sumarið 2012.

Marcano er 25 ára bandarískur sóknarmaður. Fenerbahce vann sinn riðil í tyrknesku deildinni - þar sem er tvískipt deildarkeppni - í fyrra en datt úr leik í undanúrslitum. Í ár hefur liðið unnið einn leik og tapað einum.

Annar leikmaður frá Íslandi er farinn til Tyrklands. Það er Christabel Oduro sem lék með Víkingi í sumar. Hún gekk í raðir Besiktas á dögunum. Oduro skoraði tólf mörk í sautján leikjum í Lengjudeildinni í sumar og fjórtán mörk í sautján leikjum með Grindavík 2021.
Athugasemdir
banner