
Slavia Praha 0 - 2 Wolfsburg
0-1 Jule Brand ('11 )
0-2 Ewa Pajor ('76 )
0-1 Jule Brand ('11 )
0-2 Ewa Pajor ('76 )
Þýska liðið Wolfsburg er með fullt hús stiga í B-riðli Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa unnið Slavíu Prag, 2-0, í kvöld.
Jule Brand kom Wolfsburg á bragðið á 11. mínútu og fékk Wolfsburg urmul af færum til að bæta við mörkum.
Annað markið kom á 76. mínútu en það gerði Ewa Pajor. Mínútu síðar kom Sveindís Jane Jónsdóttir inn af bekknum og hjálpaði Wolfsburg að landa sigrinum.
Sigurinn hefði getað verið töluvert stærri en þýska liðið kvartar eflaust ekki. Lokatölur 2-0 og Wolfsburg á toppnum með 6 stig.
Athugasemdir