Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 26. nóvember 2020 18:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalía: Torino áfram - Genoa kom til baka í seinni
Scamacca
Scamacca
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fóru fram í 32-liða úrslit ítalska bikarsins í dag. Fimmtán lið eru komin með sæti í 16-liða úrslitum en fresta þurfti leik Empoli og Brescia og óljóst á þessum tímapunkti hvenær sá leikur fer fram.

Í dag vann Torino 2-0 heimasigur á Virtus Entella. Framherjinn Simone Zaza kom heimamönnum yfir á 28. mínútu og Bonazzoli bætti við marki stuttu síðar.

Í seinni leik dagsins vann Genoa 1-3 útsigur eftir að hafa verið 0-1 undir frá 18. mínútu fram að 60. mínútu. Gianluca Scamacca skoraði tvö mörk fyrir gestina.

16-liða úrslitin fara fram í janúar.

Torino 2 - 0 Virtus Entella
1-0 Simone Zaza ('28 )
2-0 Federico Bonazzoli ('30 )

Sampdoria 1 - 3 Genoa
1-0 Valerio Verre ('18 )
1-1 Gianluca Scamacca ('60 )
1-2 Lukas Lerager ('68 )
1-3 Gianluca Scamacca ('72 )
Athugasemdir
banner
banner