Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 26. nóvember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Haukar semja við sex leikmenn
Stelpurnar skrifuðu allar undir nýjan samning við Hauka
Stelpurnar skrifuðu allar undir nýjan samning við Hauka
Mynd: Knattspyrnudeild Hauka
Knattspyrnudeild Hauka framlengdi í gær samninga við sex leikmenn úr kvennaliði félagsins en allar skrifuðu þær undir tveggja ára samning.

Berghildur Björt Egilsdóttir, sem er fædd árið 2003, skrifaði undir nýjan samning við félagið en hún á 28 leiki að baki fyrir það í öllum keppnum.

Dageún Birta Karlsdóttir er fædd árið 199 og á að baki flesta leiki af þeim sem framlengdu samninga sína en hún hefur leikið 139 leiki fyrir félagið.

Guðrún Ágústa Halldórsdóttir og Kristín Erla Halldórsdóttir eru báðar fæddar 2003. Guðrún hefur spilað 16 leiki og Kristín 18 leiki.

Kristín Fjóla Sigþórsdóttir, sem er fædd árið 2000, hefur spilað 130 leiki en hún var valin knattspyrnukona Hauka eftir síðasta keppnistímabil.

Helga Ýr Jörgensen, sem er fædd árið 1998, skrifaði einnig undir nýjan samning, en hún á 84 leiki í öllum keppnum með Haukum.

Haukar höfnuðu í 9. sæti Lengjudeildar kvenna á síðasta tímabili með 8 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner