Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 27. febrúar 2021 18:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Blackpool vann sannfærandi gegn Charlton - Exeter lá gegn Crawley
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tvö Íslendingalið voru í eldlínunni í C-, og D-deild í Englandi í dag. Blackpool vann 0-3 útisigur á Charlton í League One.

Daníel Leó Grétarsson er leikmaður Blackpool en hann hefur glímt við meiðsli frá því í fræknum bikarsigri um miðjan janúar. Leikmenn Charlton fengu tveir að líta tvö rautt spjald í seinni hálfleiknum í dag. Blackpool er í 13. sæti með 43 stig. Charlton er í 12. sæti með 44 en hefur leikið fjórum leikjum meira en Blackpool, mörgum leikjum hefur verið frestað vegna Covid.

Daníel sagði við Fótbolta.net í dag að hann væri búinn að hlaupa sjálfur að undanförnu og myndi byrja að æfa með liðinu eftir u.þ.b. viku. Það er því enn eitthvað í endurkomu hans á völlinn.

Í League Two tapaði Exeter gegn Crawley. Jökull Andrésson var á sínum stað á milli stanga Exeter en þurfti að ná í boltann tvisvar sinnum í sitt net. Exeter missti mann af velli á 51. mínútu vegna rauðs spjalds og nýttu heimamenn sér liðsmuninn. Annað af mörkum Crawley kom eftir vítaspyrnu á 62. mínútu og hitt á 83. mínútu.

Exeter er í 8. sæti, stigi frá umspilssæti og á tvo leiki til góða á Bolton.

Crawley 2 - 0 Exeter

Charlton 0 - 3 Blackpool
Athugasemdir
banner