Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   mán 27. mars 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Lærisveinn Heimis skoraði eitt flottasta mark ársins
Bobby Reid, leikmaður Fulham í ensku úrvalsdeildinni, skoraði eitt flottasta mark ársins í 2-2 jafntefli Jamaíku og Mexíkó í Þjóðadeild CONCACAF í nótt.

Reid, sem er uppalinn í Bristol City, hefur spilað með Fulham síðustu ár en hann skoraði sennilega flottasta mark ferilsins fyrir þjóð sína í nótt.

Eftir skallaeinvígi rétt fyrir utan teiginn datt boltinn fyrir Reid sem mætti á ferðinni og tók viðstöðulaust skot í skeytin hægra megin.

Þetta mark gerir heiðarlega tilraun að því að vera tilnefnt til Puskas-verðlaunanna í ár.

Sjáðu mark Reid gegn Mexíkó


Athugasemdir
banner
banner
banner