Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
banner
   sun 27. apríl 2025 21:35
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: McTominay með bæði mörkin og Napoli með þriggja stiga forystu - Monza fallið
Scott McTominay er funheitur með Napoli
Scott McTominay er funheitur með Napoli
Mynd: EPA
Monza er fallið
Monza er fallið
Mynd: EPA
Skoski miðjumaðurinn Scott McTominay skoraði bæði mörk Napoli sem vann Torino 2-0 í 34. umferð Seríu A á Ítalíu í kvöld.

McTominay er að eiga stórkostlegt tímabil með Napoli og verið þeirra helsta ógn í sóknarleiknum undanfarnar vikur.

Skotinn kom Napoli á bragðið á 7. mínútu eftir vel útfærða sókn heimamanna. Frank Anguissa fékk boltann hægra megin í teignum, kom honum fyrir markið á McTominay sem gerði tíunda deildarmark sitt á tímabilinu.

Hann gerði annað mark sitt undir lok fyrri hálfleiks er hann mætti fyrirgjöf Matteo Politano og skilaði boltanum í netið. McTominay verið ótrúlegur síðan hann kom frá Manchester United á síðasta ári.

Napoli er á toppnum með 74 stig, þremur meira en Inter þegar fjórar umferðir eru eftir. Ef liðin enda jöfn að stigum í lok tímabils verður spilaður sérstakur úrslitaleikur.

Það hefur aðeins atvikast einu sinni en það var árið 1964 þegar Bologna og Inter voru jöfn að stigum. Bologna vann úrslitaleikinn 2-0 og vann þá sjöunda deildartitil sinn.

Leikirnir sem Napoli á eftir:
Lecce (ú)
Genoa (h)
Parma (ú)
Cagliari (h)

Leikirnir sem Inter á eftir:
Verona (h)
Torino (ú)
Lazio (h)
Como (ú)

Juventus vann botnliðið og Þórir spilaði í jafntefli gegn Atalanta

Nicolas Gonzalez og Randal Kolo Muani skoruðu mörkin er Juventus vann botnlið Monza 2-0 í Tórínó.

Juventus neyddist til að spila síðari hálfleikinn manni færri eftir að tyrkneski landsliðsmaðurinn Kenan Yildiz fékk að líta rauða spjaldið.

Juventus er í 4. sæti deildarinnar með 62 stig en Monza er á botninum og nú fallið niður í B-deildina eftir að Lecce náði í stig gegn Atalanta.

Þórir Jóhann Helgason kom inn af bekknum hjá Lecce í 1-1 jafnteflinu gegn Atalanta.

Lecce er í 17. sæti með 27 stig og í harðri fallbaráttu ásamt Venezia og Empoli. Monza er tólf stigum á eftir Lecce, en markatala gildir ekki heldur eru það innanbyrðis viðureignir og þar hefur Lecce betur. Monza á því ekki lengur möguleika á að enda ofar en 18. sæti.

Atalanta 1 - 1 Lecce
0-1 Jesper Karlsson ('29 , víti)
1-1 Mateo Retegui ('69 , víti)

Juventus 2 - 0 Monza
1-0 Nicolas Gonzalez ('11 )
2-0 Randal Kolo Muani ('33 )
Rautt spjald: Kenan Yildiz, Juventus ('45)

Napoli 2 - 0 Torino
1-0 Scott McTominay ('7 )
2-0 Scott McTominay ('41 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 13 8 4 1 19 9 +10 28
2 Napoli 13 9 1 3 20 11 +9 28
3 Inter 13 9 0 4 28 13 +15 27
4 Roma 13 9 0 4 15 7 +8 27
5 Como 13 6 6 1 19 7 +12 24
6 Bologna 13 7 3 3 22 11 +11 24
7 Juventus 13 6 5 2 17 12 +5 23
8 Lazio 13 5 3 5 15 10 +5 18
9 Udinese 13 5 3 5 14 20 -6 18
10 Sassuolo 13 5 2 6 16 16 0 17
11 Cremonese 13 4 5 4 16 17 -1 17
12 Atalanta 13 3 7 3 16 14 +2 16
13 Torino 13 3 5 5 12 23 -11 14
14 Lecce 13 3 4 6 10 17 -7 13
15 Cagliari 13 2 5 6 13 19 -6 11
16 Genoa 13 2 5 6 13 20 -7 11
17 Parma 13 2 5 6 9 17 -8 11
18 Pisa 13 1 7 5 10 18 -8 10
19 Fiorentina 13 0 6 7 10 21 -11 6
20 Verona 13 0 6 7 8 20 -12 6
Athugasemdir
banner