Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 28. febrúar 2021 22:00
Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Karl er látinn
Gunnar Karl Haraldsson.
Gunnar Karl Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Karl Haraldsson lést í morgun í faðmi fjölskyldunnar eftir hetjulega baráttu við krabbamein síðustu mánuði. Hann var aðeins 26 ára gamall.

Það er erfitt að sjá á eftir góðu fólki og Gunnar Karl var alveg einstakur. Hann kom í Fótbolta.net hópinn árið 2012 og skrifaði um leiki ÍBV í Vestmannaeyjum.

Hann var alltaf opinn fyrir öllum verkefnum, lausnamiðaður og einstaklega hjálpsamur með það sem þurfti að leysa. Við fengum alltaf jákvæð viðbrögð þegar við leituðum til hans og það var gaman að fá hann í heimsókn á skrifstofuna.

Það eru miserfið verkefnin sem lífið leggur á fólk og ljóst að Gunnar Karl fékk nokkur erfið verkefni en tók þeim áskorunum af miklu æðruleysi, alltaf jákvæður og brosandi.

Það var alltaf létt yfir Gunnari og gaman að hitta hann. Hann kunni að njóta lífsins og það var líka auðvelt að plata hann í allskonar prakkaraskap. Skemmtilegur drengur sem nú er farinn frá okkur.

Ég sendi fjölskyldu og vinum innilegar samúðarkveðjur fyrir mína hönd og okkar á Fótbolta.net. Gunnars verður sárt saknað en við munum geyma skemmtilegar minningar um hann og minnumst hans með þeim.

- Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner