Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
   mið 28. maí 2025 15:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valsmenn án fjögurra á morgun en jákvæðar fréttir af þremur
Patrick er markahæstur í deildinni með sjö mörk skoruð.
Patrick er markahæstur í deildinni með sjö mörk skoruð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skoglund er mættur aftur.
Skoglund er mættur aftur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding hefur fengið tíu stig í sumar, öll á heimavelli.
Afturelding hefur fengið tíu stig í sumar, öll á heimavelli.
Mynd: Raggi Óla
Valur heimsækir Aftureldingu á morgun í níundu umferð Bestu deildarinnar. Valsmenn koma inn í leikinn eftir öruggan sigur á ÍBV í síðasta leik.

Fótbolti.net ræddi við Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfara Vals í dag. Hann var fyrst spurður út í stöðuna á leikmannahópnum.

„Þetta er upp og niður, Marius Lundemo meiddist á móti Breiðabliki, er ekki klár á morgun ég á von á því að hann verði klár á mánudaginn. Ömmi (Ögmundur Kristinsson) og Hörður (Ingi Gunnarsson) eru búnir að vera lengi frá og Tómas Bent (Magnússon) fékk smá höfuðhögg á æfingu fyrir rúmri viku. Tómas er á batavegi og ég reikna með honum eftir landsliðspásuna."

„Það jákvæða er að Kiddi (Kritinn Freyr SIgurðsson) er kominn til baka, var í hóp í síðasta leik og kom inn á. Albin Skoglund, sem hefur ekki spilað síðan í 2. umferð, er svo búinn að æfa á fullu og er klár í slaginn,"
segir Túfa.

Það hefur verið slúðrað um að Patrick Pedersen sé eitthvað tæpur vegna meiðsla. Ég sé að hann fór út af í síðasta leik, hvernig er staðan á honum?

„Hann er 100%. Við vorum í góðri stöðu í síðasta leik, vildum taka hann út og gefa Birki Jakob (Jónssyni) mínútur."

Verða ná upp betri stemningu en Afturelding
Hvernig heldur Túfa að leikurinn á morgun verði, gegn liði sem hefur verið mjög öflugt á heimavelli?

„Ég tel að til þess að ná í úrslit verðum við að ná upp betri stemningu en þeir. Í útileikjum þarftu að búa til sömu stemningu og þú nærð heima, byrjar innan liðsins í klefanum og heldur áfram með vinnusemi úti á vellinum."

„Það er full virðing á Aftureldingu, hef farið á tvo leiki með þeim í Mosfellsbæ og það er alvöru verkefni að fara þangað og vinna þá."


Er eitthvað sérstakt sem þarf að stoppa í liði Aftureldingar?

„Þeir eru með ákveðnar færslur í sóknarleiknum, leita mikið á Hrannar (Snæ Magnússon) sem er búinn að vera mjög flottur í sumar og Elmar (Kára Enesson Cogic) sem hefur verið mjög flottur eftir meiðslin í vetur. (Benjamin) Stokke kemur svo sem púslið sem þá akkúrat vantaði."

„Við verðum að vera vel á tánum, þeir eru líka góðir í föstum leikatriðum, hættulegir þar. Afturelding spilar með miklu hjarta og nær mikilli stemningu á heimavelli. En það eru líka veikleikar sem við þurfum að nýta, en fyrst þarf að jafna þá í stemningu og vinnusemi - grunnatriðunum,"
segir Túfa.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:15.

Fimmtudagur - Níunda umferð Bestu deildarinnar
14:00 Vestri-Víkingur R. (Kerecisvöllurinn)
16:15 Afturelding-Valur (Malbikstöðin að Varmá)
16:15 ÍBV-FH (Þórsvöllur Vey)
16:15 Fram-KA (Lambhagavöllurinn)
16:15 Breiðablik-ÍA (Kópavogsvöllur)
19:15 Stjarnan-KR (Samsungvöllurinn)

Fréttin hefur verið uppfærð
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner