Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 28. september 2019 16:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Barca vann í fjarveru Messi, Fati og Dembele
Mynd: Getty Images
Barcelona komst aftur á sigurbraut í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Börsungar heimsóttu Getafe.

Lionel Messi, Ousmane Dembele og Ansu Fati voru allir fjarverandi hjá Barcelona vegna meiðsla, en þrátt fyrir það tókst Börsungum að knýja fram sigur.

Luis Suarez kom Barcelona í lok fyrri hálfleiks eftir sendingu frá markverðinum Marc-Andre ter Stegen. Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Junior Firpo sitt fyrsta mark fyrir Barcelona og tryggði liðinu sigur.

Lokatölur 2-0 fyrir Barcelona sem hoppar upp í annað sæti deildarinnar, einu stigi frá Real Madrid sem mætir Atletico Madrid í nágrannaslag í kvöld.

Fyrr í dag þá vann Valencia 1-0 sigur gegn Athletic Bilbao. Denis Cheryshev skoraði sigurmark Valencia, sem er í níunda sæti. Bilbao er í fimmta sæti.

Athletic 0 - 1 Valencia
0-1 Denis Cheryshev ('27 )

Getafe 0 - 2 Barcelona
0-1 Luis Suarez ('41 )
0-2 Junior Firpo ('49 )
Rautt spjald:Clement Lenglet, Barcelona ('82)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner