Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 28. september 2020 11:15
Magnús Már Einarsson
KR-ingar „hundósáttir" að spila á gervigrasinu í Egilshöll
Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR.
Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR-ingar eru svekktir með að leikur liðsins gegn Fjölni í Pepsi Max-deildinni fari fram í Egilshöll þann 15. október næstkomandi.

Extra-völlurinn í Grafarvogi er farinn að láta á sjá eftir sumarið og Fjölnir mun spila síðustu leiki sína á tímabilinu inn í Egilshöll.

KR-ingar létu hressilega í sér heyra eftir að Gunnar Þór Gunnarsson sleit krossband í leik gegn Vængjum Júpíters í Egilshöll í júní. Emil Ásmundsson sleit einnig krossband í leik með KR í Egilshöll síðastliðinn vetur.

Egilshöll er í eigu Reginn fasteignafélags og KR skoðaði meðal annars hvort grundvöllur væri fyrir bótarétti eftir meiðsli Gunnars Þórs.

Nú er ljóst að KR mun mæta Fjölni í Egilshöllinni í október.

„Við getum lítið gert í þessu. Þetta er varavöllur Fjölnismanna og ef KSÍ heimilar völlin og hann uppfyllir skilyrði þá má spila þar," sagði Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR.

„Við erum hundósáttir við að spila á þessu grasi og höfum látið það í ljós áður með kvörtunum hingað og þangað. Það er vonandi að völlurinn verði í toppstandi þegar að þessu kemur. Við erum ekkert sáttir en maður er ekki alltaf sáttur."


Athugasemdir
banner
banner