Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 28. október 2022 19:17
Ívan Guðjón Baldursson
Kepa með langbesta markvörsluhlutfallið
Mynd: Getty Images

Spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga er búinn að endurheimta byrjunarliðssætið á milli stanga Chelsea.


Edouard Mendy hefur ekki verið sá sami eftir meiðsli sem hann hlaut á Afríkumótinu í sumar á meðan Kepa hefur verið feykilega öflugur.

Kepa spilaði aðeins í síðasta leik Thomas Tuchel við stjórnvölinn hjá Chelsea, í 1-0 tapi gegn Dinamo í Zagreb, en svo tók Graham Potter við. Undir stjórn Potter hefur Kepa spilað alla leiki Chelsea og á liðið enn eftir að tapa leik með Potter við stjórnvölinn.

Kepa hefur verið framúrskarandi í þessum tíu leikjum sem hann hefur spilað og þá sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni. Þar er hann með besta markvörsluhlutfall allra markvarða í deildinni, eða 91,3% varin skot.

Nick Pope er í öðru sæti með 78,7% varin skot og þar á eftir koma Jordan Pickford, Lukasz Fabianski og Neto.


Athugasemdir
banner
banner
banner