Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
   mið 28. desember 2022 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Juranovic efstur á lista hjá Chelsea
27 ára gamall Juranovic á 27 landsleiki að baki.
27 ára gamall Juranovic á 27 landsleiki að baki.
Mynd: EPA

Króatíski bakvörðurinn Josip Juranovic mun líklega skipta um félag í janúar en hann hefur átt frábæra sex mánuði með Celtic og króatíska landsliðinu.


Celtic keypti Juranovic frá Legia Varsjá síðasta sumar fyrir um 3 milljónir evra og núna getur félagið selt hann fyrir næstum því tífalda upphæð.

Hann braust fram í sviðsljósið með Króatíu á HM og núna hafa ýmis stórlið áhuga á honum. Barcelona og Atletico Madrid hafa verið nefnd til sögunnar en Börsungar hafa fylgst náið með Juranovic í nokkra mánuði, frá því áður en heimsmeistaramótið hófst.

Chelsea er þó talinn vera líklegasti áfangastaðurinn fyrir Juranovic þar sem enska stórveldinu vantar hægri bakvörð í ljósi meiðslavandræða Reece James og hækkandi aldur Cesar Azpilicueta.

Ólíklegt er að Barcelona geti leyft sér að keppa við Chelsea um Juranovic þegar kemur að kaupverði og launakjörum.


Athugasemdir
banner