Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 29. júlí 2021 21:36
Brynjar Ingi Erluson
Grindavík fær bandarískan varnarmann (Staðfest)
Gabriel Robinson er mættur til Grindavíkur
Gabriel Robinson er mættur til Grindavíkur
Mynd: Idol Football Academy
Grindavík gekk í kvöld frá samningum við bandaríska varnarmanninn Gabriel Robinson. Hann semur við Grindavík út þessa leiktíð.

Robinson er 25 ára gamall og hefur að mestu leikið í heimalandinu en lék á síðasta tímabili með CSD Municipal í Gvatemala.

Hann hefur mikla reynslu úr B-deildinni í Bandaríkjunum og bauðst til að fara til Svíþjóðar fyrir tveimur árum en ákvað að fara áfram í Bandaríkjunum af fjölskylduástæðum.

Robinson er stór og stæðilegur miðvörður sem kemur til með að styrkja hópinn fyrir átökin í seinni hluta Lengjudeildarinnar. Hann mætir til landsins á næstu dögum og verður væntanlega kominn með leikheimild fyrir leikinn gegn Vestra sem fer fram 7. ágúst.

„Það er ánægjulegt að fá Gabe til liðs við okkur. Við höfum fylgst með honum í nokkra mánuði og teljum að hann færi okkur meiri breidd og tækifæri í varnarleiknum. Hann er öflugur skallamaður, með góðan hraða og frábær innköst," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur um Robinson.
Athugasemdir
banner
banner
banner