Watkins og Sesko efstir á óskalista Man Utd - Newcastle hefur einnig áhuga á Sesko - Everton vill Grealish
   þri 29. júlí 2025 11:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Hefur blómstrað hjá HK - „Með mun betri hægri fót heldur en gamli"
Lengjudeildin
Dagur Orri verður tvítugur í ágúst. 'Mér finnst þetta tímabil búið að vera frábært'
Dagur Orri verður tvítugur í ágúst. 'Mér finnst þetta tímabil búið að vera frábært'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Uppalinn hjá Stjörnunni og er á láni þaðan hjá HK. 'Samningurinn minn við Stjörnuna rennur út eftir þetta tímabil'
Uppalinn hjá Stjörnunni og er á láni þaðan hjá HK. 'Samningurinn minn við Stjörnuna rennur út eftir þetta tímabil'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hefur skorað tíu mörk í þrettán deildarleikjum. 'Við sem lið höfum staðið okkur mjög vel og með velgengni liðsins, og góðri spilamennsku koma alltaf nokkur mörk'
Hefur skorað tíu mörk í þrettán deildarleikjum. 'Við sem lið höfum staðið okkur mjög vel og með velgengni liðsins, og góðri spilamennsku koma alltaf nokkur mörk'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Garðar Jóhannsson kunni þá list að skora mörk, hann er faðir Dags Orra. 'Ég myndi samt segja að ég se með mun betri hægri fót heldur en gamli'
Garðar Jóhannsson kunni þá list að skora mörk, hann er faðir Dags Orra. 'Ég myndi samt segja að ég se með mun betri hægri fót heldur en gamli'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst HK strax mjög áhugaverður kostur, liðið nýbúið að falla um deild en með markmið um að fara beint upp aftur sem mér fannst spennandi verkefni."

Dagur Orri Garðarsson er markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar með tíu mörk skoruð í þrettán leikjum. Dagur er nítján ára framherji sem er á láni frá Stjörnunni þar sem hann er uppalinn. Hann hefur þrívegis verið valinn í lið umferðarinnar, í tvígang valinn leikmaður umferðarinnar og var bæði valinn í úrvalsliðið og besti ungi leikmaðurinn þegar Fótbolti.net gerði upp fyrri hlutann.

Fótbolti.net ræddi við Dag Orra á dögunum.

Hann skoraði tíu mörk í sautján leikjum með KFG í 2. deild í fyrra. Hvernig kom til að hann fór til HK í vetur?

„Veturinn var góður, ég tók stutt frí eftir tímabilið með KFG og mætti vel gíraður inn í undirbúningstímabilið með Stjörnunni þar sem ég var staðráðinn í að standa mig vel. Mér fannst undirbúningstímabilið með Stjörnunni ganga mjög vel og tel mig hafa nýtt tækifærið vel í þeim leikjum sem ég spilaði."

„Já, það voru nokkur félög sem sýndu áhuga á að fá mig á láni, áhuginn frá HK kom í byrjun apríl. Mér fannst HK strax mjög áhugaverður kostur, nýbúnir að falla um deild en með markmið um að fara beint upp aftur sem mér fannst spennandi verkefni. Mér leist líka mjög vel á Hemma og þá trú sem hann sagðist hafa á mér."


Með góðri spilamennsku koma mörk
Hvernig hefur þér fundist tímabilið til þessa og hver er lykillinn að markaskoruninni?

„Mér finnst þetta tímabil búið að vera frábært, en þetta er mjög krefjandi deild og mörg lið sem gera tilkall til þess að komast upp um deild. Við sem lið höfum staðið okkur mjög vel og með velgengni liðsins, og góðri spilamennsku koma alltaf nokkur mörk."

Hrósar félögum sínum í sóknarlínunni
Hvernig er að spila undir stjórn Hemma Hreiðars?

„Það er alveg frábært að spila fyrir Hemma og mér finnst hann spila fótbolta sem hentar mínum leikstíl mjög vel, hann hefur einnig gefið mér traust, sem er afar mikilvægt."

„Tumi (Þorvarsson) og Jói (Jóhann Þór Arnarsson) eru svo búnir vera frábærir að mínu mati og búnir að gera vörnum aðstæðinganna erfitt fyrir og þannig opnast oft pláss fyrir mig."


Fer líklega út í skóla
Umræðan í kringum Dag er á þá leið að hann fari til Bandaríkjanna í háskólanám í ágúst. Er það staðan?

„Framhaldið er aðeins óljóst, en planið er að fara út í skóla í ágúst."

En hvað með aðeins fjarlægari framtíð, samningurinn við Stjörnuna rennur út 'haust. Eru einhverjar viðræður í gangi?

„Samningurinn minn við Stjörnuna rennur út eftir þetta tímabil. Núna er ég hins vegar bara með 100% fókus á tímabilið með HK."

Báðir hávaxnir og með góðan vinstri fót
Dagur Orri er sonur Garðars Jóhannssonar, fyrrum atvinnumanns. Garðar varð markakóngur í 1. og efstu deild á Íslandi, tvisvar bikarmeistari í Noregi, tvisvar Íslandsmeistari og lék átt landsleiki á sínum ferli.

Hefur hann haft mikil áhrif á Dag sem leikmann?

„Hann hefur reynt að leiðbeina mér aðeins í gegnum árin og hefur hjálpað mér með margt. Ég myndi segja að við séum ekkert ósvipaðir leikmenn; báðir hávaxnir og með góðan vinstri fót. Ég myndi samt segja að ég se með mun betri hægri fót heldur en gamli."

Gaman að sjá litla bróður blómstra
Yngri bróðir Dags Orra, Bjarki Hrafn, sem fæddur er árið 2010, hefur vakið athygli bæði hérlendis og erlendis. Hann fór á reynslu til FCK og Salzburg og bæði Dortmund og PSV hafa verið orðuð við hann.

„Það er frábært að sjá hvað hann hefur stimplað sig vel inn, með U15 landsliðinu síðasta haust og svo með Stjörnunni í 2. og 3. flokki. Það er mjög gaman að sjá litla bróður sinn blómstra."

Dagur verður að öllum líkindum í eldlínunni í kvöld þegar HK heimsækir Njarðvík í toppbaráttuslag Lengjudeildarinnar. Sá leikur hefst klukkan 19:15. HK er sem stendur í þriðja sæti, stigi á eftir Njarðvík sem er í öðru sæti.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 15 8 7 0 36 - 14 +22 31
2.    ÍR 14 8 5 1 26 - 12 +14 29
3.    Þróttur R. 15 8 4 3 28 - 23 +5 28
4.    Þór 15 8 3 4 34 - 22 +12 27
5.    HK 15 8 3 4 26 - 18 +8 27
6.    Keflavík 14 6 4 4 32 - 24 +8 22
7.    Völsungur 14 5 2 7 24 - 30 -6 17
8.    Grindavík 15 4 2 9 29 - 42 -13 14
9.    Selfoss 14 4 1 9 15 - 29 -14 13
10.    Fylkir 15 2 5 8 20 - 26 -6 11
11.    Fjölnir 14 2 4 8 21 - 35 -14 10
12.    Leiknir R. 14 2 4 8 13 - 29 -16 10
Athugasemdir
banner
banner